3.11.2008 | 08:41
Vá, og ekki fullt tungl!
Hvað er að gerast? Getur verið að hámark sólarljósendurspeglunar af tunglinu hafi engin áhrif á hegðun mannfólks?
Þetta bara hlýtur að vera undantekningin sem sannar regluna. Því undantekningar sanna nefnilega reglur, frekar en að hrekja þær. Það meikar álíka mikið sens.
![]() |
Mikið að gera hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 22:51
Ferðamannaparadís
Nú hefur Dubai verið nokkuð þekkt fyrir að vera skemmtilegur ferðamannastaður, en hvaða túristar hafa áhuga á því að ferðast til lands þar sem þeir gætu lent í fangelsi fyrir siðferðislega umdeilanlega hegðun?
Ég held að Dubai muni tapa á þessu, þegar upp er staðið.
![]() |
Þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stundað kynlíf á ströndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 18:42
Ólífrænn krúttleiki

En hvað þarf til að gera eitthvað krúttlegt? Venjulegu fólki finnst hversdagsleg safapressa ekkert krúttleg, eða ryksuga. Tölvur eru yfirleitt bara taldar klunnalegar og ljótar, nema í örfáum tilfellum. Þegar ég hugsa betur út í þessi nokkru tilfelli þar sem tölvur eða tæki þykja krúttleg, þá finnst mér eins og verið sé að hugsa um tækið sem sofandi, krúttlega veru.
Um leið og hlutur er gæddur lífi og sjálfstæðri hegðun, hefur hann tækifæri til að vera krúttlegur. Það er eins og það þurfi bara að setja ,,geranda" í hlut, þá finnur fólk sjálfkrafa til aumkunar með honum. Ef við sjáum kaffivél bila við uppáhellingu, opnast og baunirnar hrynja út, þá finnst okkur það ekki krúttlegt. En ef við sjáum kaffivél sem virðist hafa huga reyna að hella upp á kaffi en ekki takast það sökum of lélegrar útlimastjórnunar, þá finnst okkur það allt í einu krúttlegt, og jafnvel fyndið.
Þetta finnst mér allt saman ógnaráhugavert.
Ég kannast þó við nokkur tilfelli þar sem tæki sem flestir myndu ekki líta á sem persónur hafa orðið það í tengslum við eigendur sína. Dæmi um það þegar gömul bifreið er farin að láta illa að mörgu leyti, hitt og þetta er kannski farið að gefa sig, og eigandi hennar lítur á það sem eins konar persónukvilla, eða sérvisku. Margir tala bókstaflega um það að bíllinn þeirra, tölvan eða kaffivélin hafi mjög mikinn persónuleika. Í þeim aðstæðum hef ég orðið var við það að ákveðin bilun, eða erfiðleikar, gefa tækinu krúttlegt yfirbragð, þar sem þeir eru túlkaðir sem misheppnuð tilraun til að framkvæma eitthvað, rétt eins og hjá róbótakaffivélinni sem ég nefndi að ofan.
Gerum við þetta bara við hluti sem hafa getu til að hreyfa sig sjálfir? Persónugerum við líka úr? Já, ég held það. En reiðhjól? Það hljómar ekki eins sennilega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)